*

föstudagur, 18. september 2020
Erlent 27. júlí 2016 11:11

Hættulegasti maður Evrópu

Juncker skipar samningamann í komandi viðræður við Bretland sem staðið hefur gegn engilsaxneskum kapítalisma.

Ritstjórn
Jean-Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Forseti Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, Jean-Claude Juncker skipaði fyrrum utanríkisráðherra Frakklands, Michael Barnier, sem aðalsamningamann Evrópusambandsins í komandi viðræðum við Bretland vegna úrsagnar ríkisins.

Gamaldags evrópusinni

Daniel Hannan, einn helsti baráttumaður fyrir útgöngu Bretlands, og þingmaður á Evrópuþinginu segir að „Michael Barnier er gamaldags Evrópusinni. Hann vill að ESB verði eitthvað í líkingu við sameinað ríki.“

Mr Juncker segst mjög ánægður með að vinur sinn hafi tekið að sér þetta mikilvæga og erfiða verkefni, hann hafi viljað reyndan stjórnmálamann í verkið.

Mark um að Bretum verði sýnd harka

Lýta margir á að skipan Barnier sé til marks um að ESB hyggist sýna hörku í samningaviðræðunum, er það meðal annars túlkað út frá því að frönsk stjórnvöld hafa mælt fyrir um að svo verði gert en hann er franskur.

Var hann yfirmaður sambandsins í málefnum innri markaðarins á árunum 2010 til 2014 og kom að gerð bankasambandsins svokallaða í kjölfar erfiðleika evrunnar. Á þeim tíma var hann kallaður hættulegasti maður Evrópu vegna valda sinna yfir City, fjármálahverfinu í London.

Sigur á engilsaxneskum kapítalisma

Kallaði fyrrum forseti Frakklands, Nicholas Sarkozy, skipan hans sem sigur á engilsaxneskum kapítalisma og lýsti Bretum sem þeir sem töpuðu mest á ákvörðun sambandsins um að setja Barnier yfir fjármálareglur sambandsins.

Valdabarátta virðist þó vera í gangi á milli framkvæmdastjórnarinnar og Ráðherraráðs Evrópusambandsins, sem skipað er leiðtogum ríkisstjórna landa sambandsins, því ráðið hefur skipað eigin samningamann, belgíska stjórnarerindrekann Didier Seeuws.