Enn hefur ekkert verið gefið upp um hvernig Arion banki hyggst standa að sölunni á 20% hlut í Högum en ljóst er að salan verður formlega að fara fram 1. mars næstkomandi. Miðað við síðasta skráða gengi bréfa Haga í kauphöllinni er markaðsverð félagsins rúmir 20 milljarðar þannig að virði þess 20% hlutar sem Eignabjarg á enn í Högum gæti verið um fjórir milljarðar króna.

Enn sem komið er fæst ekkert upplýst um annað en að salan á hlutnum sé í vinnslu og skoðun og ekki sé rétt að greina frá neinu að svo stöddu. Burtséð frá því er ljóst að Arion banki mun ekki henda 20% hlut í Högum inn í kauphöllina á einum og sama deginum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu undir liðnum tölublöð hér að ofan.