MP banki hefur afskrifað lán upp á 750 milljónir króna sem tengjast eldra eignasafni bankans og voru veitt áður en rekstur bankans var endurskipulagður í apríl í fyrra og nýir eigendur komu að honum.

Fram kemur í uppgjöri MP banka að afskritirnar, sem nefndar eru sértækar í ársreikningnum, hafi numið 557,6 milljónum króna í fyrra og 188,4 milljóna árið 2011. Afskriftirnar setja strik í uppgjör MP banka. Hann hagnaðist um 251 milljón króna í fyrra samanborið við 484 milljóna króna tap árið 2011.

Ekki fengust upplýsingar um það frá MP banka um hvaða lán var að ræða.