Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að fara eigi fram úttekt á öllum opinberum skuldum í landinu. Í frétt BBC segir að héraðsstjórnir og borgir í Kína hafi aukið mjög við skuldir sínar eftir bankahrunið 2008 til að viðhalda hagvexti.

Niðurstöður síðustu úttektar, sem gerð var árið 2011, sýndu að heildarfjárhæð opinberra skulda í landinu nam 10.700 milljörðum júana, andvirði um 130.000 milljarða króna.

Í fréttinni segir að áhyggjur magnist nú af því að héruðin og borgirnar muni ekki öll geta greitt skuldir sínar til baka. Skuldasöfnunin var svo mikil að héraðsstjórnir og borgir tóku upp 80% af öllum útlánum banka í Kína í árslok 2010. Sumu af fénu hefur verið varið í að byggja upp innviði eins og vegi og brýr, en stór hluti hefur varið í byggingarframkvæmdir og eru myndir af tómum hverfum eða jafnvel heilu borgunum oft teknar upp þegar rætt er um vanda kínverska hagkerfisins.