Skilti verslana sem auglýsa að ekki sé tekið við reiðufé eru að verða sífellt algengari í Svíþjóð en snjallgreiðslum hefur verið að vaxa fiskur um hrygg þarlendis. Hraði breytinganna virðist þó vera að valda stjórnvöldum áhyggjum og að því er Bloomberg greinir frá verður litið til þeirra í vinnu við endurskoðun laga um seðlabanka en áfangaskýrslu er að vænta strax í sumar.

Áhyggjurnar snúa að því að hraði breytinganna geti valdið því að erfitt verði að viðhalda fjármálalegum innviðum til þess að taka á móti reiðufjárgreiðslum en það geti valdið ákveðnum hópum erfiðleikum, einkum öldruðum.

Bloomberg segir að Svíþjóð hafi löngum skipað þann sess að vera eitt af þeim ríkjum þar sem reiðufé er hvað minnst notað og að mörg bankaútibú höndli ekki lengur með reiðufé.