Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) lýsir yfir áhyggjum af „stöðugum uppsögnum“ innan fjármálageirans. Tilkynning SFS kemur í kjölfar þess að Íslandsbanki sagði upp og gerði starfslokasamninga við 24 starfsmenn í september.

Samtökin segja að uppsagnir starfsmanna séu í engum takti við afkomu fjármálafyrirtækja að undanförnu. Jafnframt segir að „ein aðal ástæða betri afkomu fjármálafyrirtækja eru hógværir kjarasamningar sem SSF gerði við viðsemjendur sína, SFF og SA“.

„Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim starfsmönnum sem eru að missa lífsviðurværi sitt,“ skrifar Friðbert Traustason, formaður SFS. Samtökin hvetja starfsfólk sem fengið hafa uppsagnarbréf að leita til skrifstofu SSF eftir aðstoð og kynna sér vel úthlutunarreglur Styrktar- og menntunarsjóðs. Þar að auki er brýnt fyrir rétt starfsmanna við uppsagnir.