Vinsældir rafretta (e-cigarette) á meðal unglinga hefur tvöfaldast í Bandaríkjunum síðan 2011, segir í Los Angeles Times. Heilbrigðissérfræðingar segja að slík vara sé markaðssett fyrir ungt fólk og auki hættuna á því að unga fólkið ánetjist nikótíni og hefðbundnum sígarettum.

Rafrettur innihalda nikótín og ögn af krabbameinsvaldandi efni sem heitir nitrosamines. Matvæla- og lyfjastofnunin í Bandaríkjunum segir að ekkert hafi verið kannað hversu öruggar rafretturnar eru.

Retturnar eru að auki seldar með bragðefni, eins og myntu eða súkkulaði, og heilbrigðisstarfsfólk óttast að þetta geti gert unglinga háðari hefðbundnum sígarettum.