Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dubai International Capital hafi ekki áhuga á því að kaupa breska knattspyrnufélagið West Ham United en frá því var greint um helgina að félagið væri hugsanlega til sölu og var Dubai International nefnt til sögunnar sem hugsanlegur kaupandi.

West Ham United er sem kunnugt er í eigu Björgólfs Guðmundssonar.

Dubai International reyndi áður að kaupa Liverpool en þá hefur félagið einnig komið að yfirtökutilboði á Newcastle og the Irons. Hins vegar staðfesti talsmaður Dubai International í samtali við Sky fréttastofuna að  félagið myndi ekki reyna áfram að kaupa Liverpool né nokkuð annað knattspyrnufélag á Bretlandi um þessar mundir.

Dubai International Capital er í eigu konungsfjölskyldunnar í Sameinuðu Arabísku furstadæmunum en

Sky segir að vangaveltur hafi verið í gangi um framtíðar plön Björgólf Guðmundssonar fyrir West Ham og þá í leiðinni um framtíð félagsins.

Þannig hafi Björgólfur selt mikið að lykilleikmönnum félagsins að undanförnu og er Anton Ferdinand, George McCartney og Bobby Zamora nefndir sem dæmi. Þá er einnig gert að umtalsefni að West Ham hafi nú misst helsta stuðningsaðila sinn XL Leisure Group sem varð gjaldþrota í síðustu viku eins og kunnug er orðið.

Þá hefur áætlun um að byggja nýja 50 þúsund manna leikvang verið slegið á frest og segir SKY það meðal annars stafa af aðstæðum á fjármálamörkuðum en vegna þeirra atriða sem talinu voru upp telja margir að félagið sé til sölu.