Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að lífeyrissjóðirnir séu ekki búnir að taka neina ákvörðun um mögulega aðkomu að eignarhaldi í HS Orku. Þeir hefðu  þó lýst því yfir að þeir væru tilbúnir til að skoða málið.

„Við skellum aldrei hurðum ef við teljum að í boði séu góð fjárfestingartækifæri. Við vitum þó ekkert um það á þessu stigi málsins. Það er ekki komið á það stig enn þá," segir hann.

Hann segir að lífeyrissjóðunum hafi enn ekki verið boðið að tilnefna aðila í starfshóp stjórnvalda um samstarf um eignarhald á HS Orku.

Nánar er fjallað um HS Orku í Viðskiptablaðinu sem dreift er á morgun.