Endurgreiðsla vegna kostnaðar við kvikmyndaframleiðslu hérlendis á þessu ári nemur tæplega 1,4 milljörðum króna. Ef fer sem horfir verður árið í ár þriðja stærsta frá upphafi hvað varðar endurgreiðslu, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins um málið.

Stærstu árin voru 2014 og 2016 þegar myndir á borð við The Secret Life og Walter Mitty og Fast & Furious 8 voru teknar upp hér á landi. Á vef Kvikmyndamiðstöðvarinnar kemur fram að hæstu endurgreiðslurnar í ár séu vegna norrænu þáttanna Ísalög, Thin Ice, sem fékk 393 milljónir króna. Kvikmyndin Ghost Draft fékk 313 milljónir en Ráðherrann fékk 163 milljónir króna endurgreiddar.

Framleiðendur kvikmynda eða sjónvarpsefnis á Íslandi eiga kost á endurgreiðslum á allt að 25% af framleiðslukostnaði sem fellur til hér á landi.