Íslandsbanki hefur lokið við að endurreikna 6.000 af 15.000 ólögmætum gengistryggðum lánum til einstaklinga og fyrirtækja í samræmi við dóma Hæstaréttar um fullnaðarkvittanir. Þetta eru um 40% af þeim lánum Íslandsbanka sem falla undir skilgreininguna.

Fram kemur í svari Guðnýjar Helgu Herbertsdottur, upplýsingafulltrúa Íslandsbanka, við spurningu á netmiðlinum Spyr.is um það hversu mörg lán bankinn sé búinn að endurreikna.

M.a. kemur fram í svarinu að bankinn féll frá þremur dómsmálum til að flýta endurreikningi. Meðal þeirra lána sem bankinn endurreiknar nú eru uppgreidd lán, bílalán og lán sem hafa farið í gegnum úrræði sem bankinn bauð upp á.