Bandaríski tölvurisinn Apple hefur greitt höfundum og fyrirtækjum sem selt hafa smáforrit í vefverslun fyrirtækisins rúma 10 milljarða dala, jafnvirði rúmra 1.200 milljarða íslenskra króna, á þeim fimm árum sem liðin eru frá því byrjað var að selja smáforrit í versluninni. Fram kemur í umfjöllun um málið á vef Financial Times að 850 þúsund smáforrit hafi verið seld í netversluninni.

Blaðið segir næstu kynslóð af stýrikerfinu frá Apple þvílíka breytingu að hún muni í raun skera úr um það hvort netverslunin nái að halda forskoti sínu í samkeppni við smáforritaverslanir annarra tölvu- og hugbúnaðarrisa.

Nánar má lesa um málið á vef Financial Times .