Á árunum 2000-2005 fjárfestu Íslendingar í erlendum fyrirtækjum fyrir meira en 600 milljarða króna. Gögn frá Seðlabanka Íslands benda til að fjármunaeign Íslendinga í Bretlandi hafi numið um 62 milljörðum króna árið árið 2004 og áætlanir Viðskiptaráðs Íslands gera ráð fyrir að fjárhæðin fyrir árið 2005 losi 200 milljarða króna á fyrrihluta ársins.

Viðskiptaráð Ísland og Bresk-íslenska viðskiptaráðið luku núverið við gerð skýrslu um útrás íslenskra fyrirtækja til Lundúna. Í viðtölum við lykilstarfsmenn sex útrásarfyrirtækja, Actavis, Bakkavarar Group, Baugs Group, Íslandsbanka, KB banka og Landsbanka er leitast við að henda reiður á ástæður og forsendur útrásar íslenskra fyrirtækja auk þess sem reynt er að meta ávinning íslensks viðskiptalífs af strandhögginu í Lundúnum.

Atvinnurekstur á erlendri grundu veitir mönnum nýja sýn á heimalandið. Í skýrslunni er bent á að velgengni útrásarinnar sé að hluta til komin vegna samflots íslenskra framleiðslufyrirtækja og banka á erlendan markað.

?Straumur fjárfestinga virðist liggja meira til Lundúna en til Norðurlanda ? og viðmælendur okkar benda á að ástæður þessa séu þær að það er að mörgu leyti auðveldara að stunda fjárfestingar í Bretlandi en á Norðurlöndum og að andrúmsloftið gagnvart íslenskum fjárfestum sé hreinlega jákvæðara á Bretlandseyjum. Að sama skapi benda menn á að sveigjanleiki íslensks vinnumarkaðar og skjót ákvarðanataka hafi reynst sterkt andsvar við breskri formfestu og árétta jafnframt að skjót ákvörðunartaka eigi ekkert skylt við fljótfærni,? segir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.