Þingflokki Pírata hugnast illa fyrirhuguð notkun lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á drónum. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Viðskiptablaðsins vegna ætlana lögreglunnar um að festa kaup á drónum til nota við lögreglustörf. Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir einu fyrirstöðu þess að drón séu ekki þegar í notkun lögreglu vera fjárskort.

„Eins og staðan er akkurat í dag, getur okkur ekki hugnast hún vel, og eiginlega því miður, því við getum vissulega séð að mikið gagn má hafa af þessari nýju tækni, til að mynda við rannsóknir slysa, við björgunaraðgerðir í náttúruhamförum, leit að fólki o.fl,“ segir í svari frá þingflokki Pírata.

„Allir þættir samfélagsins, þar á meðal yfirvöld, eiga að nýta sér nýja tækni en tækniframfarir eru þess eðlis að þær gera allt auðveldara; bæði gott og slæmt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Markaðstorg með rafmyntir gæti auðveldað sniðgöngu hafta
  • Byggja þarf upp traust á íslenskum fyrirtækjum
  • Þörf er á að endurhugsa löggjöf um stjórnarmenn
  • Veiði í Veiðivötnum er betri í ár en í fyrra
  • Varhugavert er að vinna gegn þróun deilihagkerfis
  • Búast má við talsverðri hörku í kjarasamningsumleitunum ASÍ og SA
  • Nærmynd af nýjum lánastjóra Lánasjóðs sveitarfélaga
  • Færri karlar en áður nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs
  • Fjárhagsstaða stærstu sveitarfélaga landsins er mjög misjöfn
  • Bakk ehf. er nýtt félag utan um samnefnda kvikmynd
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um umboðsmann Alþingis
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira