Vinna við úttekt á byggðasamlögum á höfuðborgarsvæðinu stendur nú yfir á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tillögur um úrbætur í rekstri Strætó hafa verið kynntar fyrir stjórn samlagsins. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er úttektin meðal annars komin til vegna atvika hjá Strætó á undanförnum misserum. Þar megi einkum nefna trúnaðarbrest hjá fyrrverandi framkvæmdastjóra og vandkvæða við yfirtöku á ferðaþjónustu fatlaðra.

Þá hafi stjórn Strætó ákveðið, óháð úttektinni, að auka vægi útboða í akstri Strætó. Könnun hafi leitt í ljós að það geti verið hagkvæmt fyrir strætó að beita útboðum í auknum mæli, sérstaklega þegar uppgangur er í efnahagslífinu.

Bryndís vill ekki tjá sig um efnislega úttektina á Strætó að öðru leyti en að í henni væru ýmsar góðar ábendingar. Hún segir að útlit sé fyrir að hægt verði að minnka miðlægan rekstarkostnað Strætó strax á næsta ári. Aðspurð segir hún að það sé ekki lagt til í úttektinni að aukinn hluti af akstri Strætó verði boðinn út, og jafnframt að ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær úttektin verði birt opinberlega.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .