Útblásturs-hneyksli Volkswagen vakti mikla athygli út um allan heim árið 2015. Fyrirtækið hafði komið fyrir hugbúnaði sem gerði þeim kleift að svindla á útblástursprófum, en alls voru 1,2 milljón bílar í Bretlandi með þennan hugbúnað innbyggðan.

Paul Wallis, framkvæmdarstjóri VW í Bretlandi, segir að búið sé að gera við 470.000 bíla og verið sé að vinna í því að bæta við mannskap, til þess að klára þá bíla sem eftir eru sem allra fyrst.

Breskir neytendur hafa lýst yfir miklum vonbrigðum, enda fá þeir engar skaðabætur aðrar en umræddar viðgerðir.