Jack Warner, fyrrum varaforseti FIFA, færði fé 10 milljónir dollara af fé knattspyrnusambandsins sem átti að fara til knattspyrnusambandsins í Norður- og Mið Ameríku til eigin nota. Þetta fullyrðir BBC og segist hafa gögn undir höndum sem eiga að sanna gjörninginn.

Gögnin sýna þrjár millifærslur frá FIFA sem runnu inn á reikninga knattspyrnusambands þar sem Warner var prókúruhafi. Heildarupphæðin nam 10 milljónum bandaríkjadollara eða rúmum 1,3 milljörðum íslenskra króna. Peningarnir runnu síðan til ýmissa fyrirtækja, á borð við stóra verslunarkeðju í Trínidad og Tóbagó, og síðan til Warners sjálfs samkvæmt heimildum BBC.

Jack Warner er einn af þrettán yfirmönnum FIFA sem ákærðir voru fyrir meinta spillingu á dögunum. Hann neitar enn öllum ásökunum á hendur sér.

Nánar er fjallað um málið á vef BBC .