Afkoma FL Group fyrir skatt af fjárfestingum var 6.322 milljónir króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Það jafngildir 5.715 milljónum króna meiri hagnaður en árið 2004. Óinnleystur gengishagnaður af hlutabréfaeign félagsins hefur haldið áfram að hækka og nemur hækkunin um 4,3 milljörðum króna frá 30. september síðastliðnum til dagsins í dag.

Þetta kom fram á fundi með greiningaraðilum í morgun. Verðmæti verðbréfa í bókum félagsins var 20.597 milljónir króna 30. september 2005. Til viðbótar var hlutabréfaeign í framvirkum samningum upp á 8.692 milljónir króna en einungis er nettóeign upp á 792 milljónir króna færð til eignar í bókum félagsins.

Stærsta einstaka fjárfesting félagsins, easyJet hækkaði um 56% fyrstu 9 mánuði ársins. Aðrar stórar fjárfestingar átímabilinu voru í KB banka og Íslandsbanka og skiluðu báðar fjárfestingarnar góðri afkomu. Hlutabréfasafn félagsins 30. september 2005 samanstóð af easyJet, Kaupþing banka, Íslandsbanka og Mosaic.