Barnavernd Reykjavíkur hefur kært þá ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að fella niður rannsókn á máli er varðar meint harðræði gegn börnum sem voru á ungbarnaleikskólanum 101. Málið kom upp í ágúst í fyrra og var honum þá lokað. Fram hefur komið í umfjöllun VB um málið að málið kippti rekstrargrundvellinum undan leikskólanum og hefur hann verið úrskurðaður gjaldþrota .

Foreldrar sem áttu börn á leikskólanum fengu að vita af því undir lok síðasta mánaðar að lögregla telji að gögn bendi ekki til sektar í málinu og hafi því látið málið niður falla.

Í umfjöllun VB.is um málíð í gær sagði jafnframt að foreldrar sem áttu barn í leikskólanum hafi kært ákvörðun lögreglu.