Af trú á eigin skuldabréfum hefur Glitnir að undanförnu keypt slík bréf fyrir tæpa 19 milljarða króna, eða um þriðjung af heildarútgáfunni.

Glitnir hefur keypt eigin skuldabréf undanfarnar vikur og mánuði fyrir um 238 milljón dollara eða sem nemur rúmlega 18,8 milljörðum króna miðað við gengi bandaríkjadals í gær.

Um er að ræða skuldabréfaflokk sem gefinn var út fyrir þremur árum og hafa bréfin gengið kaupum og sölum síðan. Gefin voru út skuldabréf fyrir 750 milljón dollara á sínum tíma og miðað við kaup Glitnis fyrir 238 milljónir dollara hefur bankinn að undanförnu keypt tæp 32% af heildarútgáfunni.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .