Vogunarsjóðir hafa tekið virka stöðu gegn pundinu frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla Breta um útgöngu úr Evrópusambandinu gekk í garð.

Samkvæmt tölum frá Commodity Futures Trade Commission nema skortstöðurnar samtals 7,3 milljörðum dala. Þetta jafngildir um 862,3 milljörðum íslenskra króna.

Ýmislegt bendir til þess að hægst hafi á efnahagi Bretlands í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. Fyrirtæki hafa dregið úr fjárfestingu og fasteignamarkaðurinn hefur dregist saman. Þó hafur einkaneysla haldist nokkuð stöðug, sem gæti bent til þess að Bretar þurfi ekki að búast við harðri kreppu.

Pundið hefur fallið mikið í kjölfar atkvæðagreiðslunnar. Gagnvart krónunni nemur lækkun pundsins 20,31% frá áramótum. Á síðasta árinu hefur pundið þá lækkað um allt að 25,79% gagnvart krónunni.

Englandsbanki lækkaði í byrjun mánaðarins stýrivexti niður í 0,25% og gaf hressilega í hvað varðar magnbundna íhlutun. Seðlabankinn lækkaði hagvaxtarspá sína einnig umtalsvert.