Hagnaður Pennans ehf. nam tæpum 29 milljónum króna á síðasta rekstrarári og dróst saman um helming. Tekjur námu 5.236 milljónum og drógust saman um 239 milljónir en framlegð jókst um 15 milljónir. Eignir félagsins eru metnar á tvo milljarða. Eigið fé var rúmur milljarður. Skuldir námu alls 1.064 milljónum.

Áhrif Covid á rekstur eru þau að fjórum ferðamannaverslunum hefur verið lokað sem og verslun í flugstöð. Félagið hefur nýtt sér hlutabótaleiðina vegna þessa. Ingimar Jónsson er framkvæmdastjóri Pennans.