Í dag tilkynnti bandaríski tæknirisinn Apple útgáfu á rauðum iPhone 7 og 7 Plus síma, sem er hluti af (PRODUCT)RED átakinu.

Apple hefur stutt átakið í 10 ár og hefur safnað ríflega 130 milljörðum dala  fyrir Global Fund. Þar með er Apple stærsti einstaki styrktaraðili sjóðsins.

Markmið átaksins er að berjast gegn alnæmi, en allir fjármunir renna til styrktar forvarna og rannsókna á vegum Global Fund.