United Silicon, sem reisir nú kísilmálmverksmiðju í Helguvík, hefur samið um sölu á 85% framleiðslu fyrirtæksins, en alls verða framleidd 21.900 tonn af kísilmálmi á ári í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Viðskiptablaðið greindi fyrst frá þessu þann 7. ágúst sl.

Í frétt RÚV kemur fram að samningarnir séu við tvo evrópska kaupendur og annar samningurinn sé til átján ára en hinn til fimm ára. Verð á kísilmálmi er um 2.450 evrur á tonn, en miðað við það yrðu árstekjur fyrirtækisins af samningunum um 45 milljónir evra eða nærri sjö milljarðar íslenskra króna.

Magnús segir jafnframt að fyrirtækið auglýsi nú eftir starfsmönnum, en það er þegar búið að ráða nokkra starfsmenn. Starfsmennirnir verða 64 talsins þegar lokið verður byggingu fyrsta áfanga verksmiðjunnar, en Magnús leitar nú meðal annars að verkfræðingum til liðs við félagið.