Bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft hefur selt 100 milljón leyfi fyrir stýrikerfið Windows 8. Þetta er í samræmi við væntingar um sölu á stýrikerfinu sem kom á markað fyrir hálfu ári. Þrátt fyrir þetta segir Reuters-fréttastofan að stýrikerfið hafi hvorki náð að heilla tölvunotendur né bíta í hlutdeild Apple og annarra tæknifyrirtækja sem Microsoft keppir við.

Fréttastofan segir Windows-stýrikerfið eiga sömuleiðis enn langt í land að ná svipuðum vinsældum og forverinn Windows 7 hefur notið síðan það kom á markað fyrir þremur árum enda hafi nýja kerfið selst nokkuð hægar en það eldra. Reuters bendir reyndar á að Windows 7 hafi notið þess forskots að forveri þess, Windows Vista, hafi verið svo óvinsælt að margir notendur þess hafi beðið þess spenntir að fá sér annað.

Reuters-fréttastofan hefur eftir