Einna mest hefur borið á þessu hjá olíufélaginu N1. Í ársbyrjun áttu fjórir stjórnarmenn og fimm lykilstarfsmenn félagsins – forstjórinn Eggert Þór Kristófersson þar á meðal – alls um 16,4 milljónir hluta í N1. Nú er þessi tala komin niður í 9,3 milljónir hluta og hefur hlutum í eigu þessara aðila fækkað um .

Þann 23. febrúar seldi Helgafell ehf. fjórar milljónir hluta í olíufélaginu, en Helgafell er í eigu fjölskyldu eiginkonu Jóns Sigurðssonar, stjórnarmanns í N1, en hann er jafnframt framkvæmdastjóri Helgafells. Söluvirðið var um 540 milljónir króna og eftir söluna á Helgafell um 6,5 milljónir hluta í N1.

Fimm dögum síðar, þann 28. febrúar, seldi Hinrik Örn Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs N1, meirihluta bréfa sinna í fyrirtækinu. Hann seldi 56.902 hluti, en átti eftir viðskiptin 30.000 hluti.

Sama dag seldu Hofgarðar ehf., félag Helga Magnússonar, stjórnarmanns í N1, þrjár milljónir hluta í fyrirtækinu fyrir tæpar 400 milljónir. Eftir söluna eiga Hofgarðar tæpar 2,6 milljónir hluta.

Þá gerðist það föstudaginn 3. mars síðastliðinn að Eggert Þór, forstjóri N1, seldi tæpan helming hluta sinna í félaginu. Seldi hann 73.399 hluti en á eftir söluna 90.000 hluti í félaginu.

Gengi bréfa N1 náði hæstum hæðum þann 15. febrúar síðastliðinn þegar það stóð í 145 krónum á hlut. Síðan þá hefur gengið sigið niður. Mesta lækkunin varð einmitt eftir sölu Eggerts, en þá fór það úr 131 krónum í 115 krónur á hlut. Frá árslokum 2014 hefur fjöldi hluta í eigu þessara níu innherja í N1 farið úr 40,2 milljónum hluta í 9,3 milljónir. Munar þar mestu um verulega sölu félaga þeirra Helga og Jóns.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .