Eftirgjöf skulda hjá fyrirtækjum landsins frá hruninu 2008 nemur samtals rúmum 550 milljörðum króna eða sem svarar til þriðjungi af landsframleiðslu landsins. Kemur þetta fram í greinargerð eftirlitsnefndar um framkvæmd sérstakrar skuldaaðlögunar. Er miðað við stöðuna eins og hún var í septemberlok í fyrra og þar sem eftirgjöf var meiri en milljarður króna. Þá er hér miðað við niðurfellingu skulda við fjárhagslega endurskipulagningu sem og þegar skuldum er breytt í hlutafé við nauðasamninga.

Til samanburðar nemur eftirgjöf skulda hjá almenningi um þriðjungi af þessari upphæð eða um 160 milljörðum króna. Langmest hefur verið fellt niður af skuldum fjárfestingar- og eignarhaldsfélaga eða tæplega 390 milljarðar króna sem er á bilinu 70% til 80% af heildarskuldum þeirra frá því fyrir hrunið.