*

sunnudagur, 5. desember 2021
Erlent 26. apríl 2016 12:25

Hafa svindlað síðan 1991

Mitsubishi hafa játað upp á sig að hafa svindlað á eldsneytisprófum í meira en 25 ár.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Japanski bílaframleiðandinn Mitsubishi vakti athygli í síðustu viku þegar stjórnendur fyrirtækisins játuðu fyrir fjölmiðlum að svindlað hefði verið á eldsneytisprófunum bifreiða fyrirtækisins. Fyrstu frásagnir hermdu að um 600 þúsund bíla hefði verið að ræða en nú hefur komið í ljós að fyrirtækið hefur falsað próf allt frá árinu 1991.

Ryugo Nakao, forstjóri fyrirtækisins, sagði að aðferðafræðin sem Mitsubishi notaði til þess að svindla á prófunum - sem gengur út á að nota dekk með sérstökum loftþrýstingi sem ólöglegt væri að nota á götum úti - gæfi af sér sparneytnari niðurstöður en ef venjuleg dekk væru notuð við prófanirnar.

Hlutabréfaverð Mitsubishi hefur hríðfallið í kjölfar þess að fréttir bárust af svindlinu, en í viðskiptum dagsins féllu þau um 10% - og hafa frá fyrstu fréttum fallið um heil 50%. Raunar hefur hlutabréfaverð fyrirtækisins farið hrapandi síðustu 17 árin. Gengislækkunin frá 1999 til dagsins í dag nemur einhverjum 91%.

Stikkorð: Bílar Mitsubishi Hlutabréf Eldsneyti Svindl Erlent