*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 7. desember 2015 16:00

Hafa trú á fríblaðinu

Eigendur Fréttatímans skoða að fjölga útgáfudögum. Nýr framkvæmdastjóri segir blaðaútgáfu vera arðvænlegri en netið.

Ólafur Heiðar Helgason
Haraldur Guðjónsson

Nýir eigendur Fréttatímans hafa það til skoðunar að fjölga útgáfudögum blaðsins. Ekki hefur verið tekin nein ákvörðun í þeim efnum. Viðmælendur Viðskiptablaðsins sem þekkja til málsins eru sammála um að breytingar séu í vændum á efnistökum og áherslum í útgáfu. Þó mun mest áhersla verða á blaðaútgáfu og hafa nýir eigendur tröllatrú á útgáfu fréttafríblaðs.

Valdimar Birgisson, nýr framkvæmdastjóri Fréttatímans, segir tekjulíkan slíkra blaða vera arðvænlegt. „Það eru það margir sem taka upp svona blöð og lesa að aflið fyrir auglýsendur er gríðarlegt. Sú dreifileið er eiginlega arðvænlegust og skilar mestum árangri fyrir þessa auglýsendur. Og meðan nógu margir taka upp blaðið og skoða það þá er þetta ennþá besta og arðvænlegasta leiðin,“ segir hann.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.