Hafdís Hansdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Þjónustu hjá VÍS. Hafdís hefur frá árinu 2000 starfað hjá Arion banka og forverum hans, nú síðast sem svæðisstjóri útibúa á höfuðborgarsvæðinu. Hafdís hefur gengt ýmsum störfum á sínum ferli hjá bankanum sem snúa öll að þjónustu við viðskiptavini, m.a. verið útibússtjóri í Kópavogi, forstöðumaður þjónustuvers og sviðsstjóri þjónustukjarna á Viðskiptabankasviði.

Hafdís hefur lokið markþjálfaranámi frá Háskólanum í Reykjavík og rekstrar- og viðskiptanámi hjá Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Hún er með BA gráðu í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í kvennafræðum frá Lancaster University.