Hafinn er undirbúningur að byggingu kvikmyndahúss í Egilshöll í Reykjavík. Gert er ráð fyrir fjórum sýningarsölum með sæti fyrir um 1.000 gesti. Það eru SAM-bíóin sem ætla að opna nýtt kvikmyndahús þarna í besta gæðaflokki með allt það nýjasta sem í boði er fyrir nútíma kvikmyndahús og í góðum tengslum við þá allsherjar afþreyingarmiðstöð sem Egilshöll er.

Eigendur Egilshallar fjármagna bygginguna en SAM-bíóin móta útlit kvikmyndahússins og búnað. VSB hefur tekið að sér umsjón verkfræðihönnunar hins nýja kvikmyndahúss. Aðalhönnuður er Alark arkitektar ehf.