Vogunarsjóðir fá oft á tíðum nöfn sem eiga að endurspegla stöðugleika, vald og stefnu.

Ný rannsókn virðist þó benda til þess að afar litla fylgni er að finna milli háfleygra nafna og árangurs sjóðanna.

Rannsóknin var unnin af sérfræðingum við Oulu og Buffalo háskólana og sýndi að háfleygustu nöfnin voru oft á tíðum með lægri ávöxtun, meiri sveiflur og jafnvel líklegri til þess að fara á hausinn en sjóðir með minna spennandi nöfn.

Þó virðast fjárfestar heillast meira af háfleygum nöfnum. Niðurstöður rannsóknarinnar virðast einnig benda til þess að um sjóðir með stór nöfn geta fengið meira fjármagn í stýringu, einungis vegna þess að nafnið er flott.

Rannsóknina má finna hér .