Endurupptökunefnd hefur hafnað beiðni Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, um endurupptöku á Al Thani-málinu. Frá þessu er greint í frétt Ríkisútvarpsins . Nú hefur nefndin hafnað endurupptökubeiðnum allra þeirra fjögurra sem sakfelldir voru í málinu.

Í úrskurði endurupptökunefndar segir meðal annars að Magnús hafi ekki leitt líkur á því að alvarlegir gallar hafi verið á meðferð málsins. Áður hafði nefndin hafnað endurupptökubeiðnum Sigurður Einarssonar, Ólafs Ólafssonar og Hreiðars Más Sigurðssonar í byrjun síðasta árs.

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að Ólafi hafi ekki verið ruglað saman við annan Ólaf í símtali Bjarnfreðs Ólafssonar lögmanns Eggerts Hilmarssonar, yfirlögfræðings Kaupþings í Lúxemborg, í tengslum við Al Thani viðskiptin. Rökstuðningur þremenninganna byggðist á því að ruglingurinn hefði ráðið úrslitum að þeir hefðu verið dæmdir. Endurupptökunefndin taldi það skýrt að Bjarnfreður og Eggert hefðu verið að tala um Ólaf Ólafsson.