Landsréttur hefur hafnað staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni banka. Þar með staðfesti Landsréttur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Stundin greinir frá þessu .

Glitnir HoldCo, sem er þrotabú Glitnis banka, krafðist þess fyrir tæplega ári síðan að lögbann yrði lagt á frekari umfjöllun Stundarinnar sem var byggð á fyrrnefndum gögnum. Umfjöllunin úr gögnunum snerist að mestu leiti um viðskipti Bjarna Benediktssonar, þáverandi forsætisráðherra og núverandi fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti lögbannskröfuna og því var Stundinni óheimilt að halda umfjöllun sinni áfram þar til dómstólar höfðu tekið afstöðu til málsins.