Að sögn Árna Tómassonar, formanns skilanefndar Glitnis, hyggst nefndin hafna ósk Baugs um greiðslustöðvun.

Slík beiðni var lögð fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ekki er vitað um afdrif málsins á þessari stundu.

Baugur og tengd félög voru í miklum viðskiptum við Glitnir og hefur bankinn mikilla hagsmuna að gæta gagnvart Baugi.

Að sögn Árna hefur bankinn allsherjaveð í ýmsum eigum Baugs sem tryggingar en hann treysti sér ekki til þess að segja til um hve miklar lánveitingarnar hefðu verið.

Sjá nánar umfjöllun um viðskiptaveldi Baugs í Viðskiptablaðinu á morgun