Nýverið fengu eigendur Hellisheiðarvirkjunar, Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð tilboð í sína eignarhluti í virkjuninni frá bandaríska einkahlutafélaginu MJDB.

Dagur Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur greinir hins vegar frá því á Facebook síðu sinni í dag að í borgarráði í dag var því hafnað að ganga til viðræðna við bandarísku fjárfestana um sölu á virkjuninni. „Thanks, but no thanks,“ skrifar borgarstjórinn í færslunni.

Um miðjan desember hafnaði Orkuveita Reykjavíkur tilboði sama félags í virkjunina í annað sinn. Félagið er að 70% í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá America Renewables í Kaliforníu að því er fram kom fram í frétt Fréttablaðsins um málið.