Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki hafna því alfarið að þeir „okri“ á gjaldeyrisviðskiptum eða að álagið vegna gjaldeyrisviðskipta hafi margfaldast eftir hrun, eins og fram kom í frétt Viðskiptablaðsins í liðinni viku og m.a. var haft eftir forstjóra N1. Þeir segja að álagið hafi að vísu hækkað í krónum talið vegna veikingar íslensku krónunnar en ekki hlutfallslega frá því sem var fyrir hrun.

Landsbankinn er lítt hrifinn af þeirri hugmynd að Kauphöll Íslands taki upp viðskipti með gjaldeyri og bendir á að hvergi í heiminum fara stundarviðskipti (viðskipti gerð upp innan 2ja daga) með gjaldeyri fram í kauphöllum eða á skipulögðum verðbréfamarkaði.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.