Endurupptökunefnd hefur hafnað kröfu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í Baugsmálinu um að málið verði tekið upp aftur hjá Hæstarétti. Þeir Jón Ásgeir og Tryggvi hlutu tólf og átján mánaða fangelsisdóm í Hæstarétti í febrúar á þessu ári. Fréttablaðið hefur eftir Gesti Jónssyni, verjanda Jóns Ásgeirs, að skjólstæðingur sinn og Tryggvi tölu villu hafa orðið til þess að dómurinn var jafn þungur og raunin varð og fóru fram á að málið yrði tekið upp aftur í Hæstarétti til að fá dómsorðið leiðrétt. Þar á meðal hafi komið fram að Jón Ásgeir hafi brotið meira af sér en Tryggvi. Engu að síður hafi Tryggvi hlotið þyngri dóm.

Blaðið segir að í niðurstöðu endurupptökunefndar segi að ekki hafi verið sýnt fram á að verulegir gallar hafi verið á meðferð málsins þannig að það hafi haft áhrif á niðurstöðu þess, og beiðni Jóns Ásgeirs og Tryggva því hafnað.