Viðskiptablaðið hefur heimildir fyrir því að þegar á sunnudagskvöld hafi þeirri hugmynd verið hreyft, að Sigmundur Davíð stigi út úr ríkisstjórninni og Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður tæki við

Sigmundur Davíð gæti setið áfram á þingi og yrði áfram formaður Framsóknarflokksins, en tæki þannig sjálfan sig út úr ríkisstjórnarjöfnunni og gæfist andrými til þess að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt, eins og það var orðað. Meðal annars var vísað til þess að bæði Jónas Jónsson frá Hriflu og Hermann Jónasson, goðsagnakenndir leiðtogar Framsóknarflokksins í fyrndinni, hefðu staðið utan ríkisstjórna flokksins þegar nauðsyn bar til.

Í stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu mátu menn stöðuna hins vegar þannig að í þættinum hefði ekki mikið nýtt komið fram.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast rafræna útgáfu hér.