Straumur fjárfestingabanki hefur hafnað kauptilboði sem MP banki gerði í alla hluti fyrirtækisis. DV greinir frá þessu.

Þar kemur fram að Finnur Reyr Stefánsson, stjórnarformaður Straums, hafi haft frumkvæði að því að fara þess á leit við MP banka að gera kauptilboð í félagið, skömmu eftir að það eignaðist 20% hlut í MP banka.

Tilboð MP banka var fyrst lagt fram þann 17. desember síðasliðinn. Hins vegar reyndist ekki stuðningur meðal hluthafa Straums um að fallast á tilboðið og var því þess vegna hafnað.