Peter Sutherland, stjórnarformaður British Petroleum (BP), gerir lítið úr spá Alexei Miller, varastjórnarformanns Gazprom, sem spáði því í gær að olíuverð gæti nánast tvöfaldast og skotist upp í 250 dollara á fatið. Samkvæmt því sem segir í Hálffimm fréttum Kaupþings trúir Sutherland því ekki að spákaupmennska sé að keyra upp olíuverð þessi dægrin. Hækkun þess skýrist fremur af eftirspurn, óróleika í alþjóðastjórnmálum og skorti á fjárfestingum i olíuauðlindum.