Lögbannskröfu Neytendasamtakanna á inn­heimtu­fyr­ir­tækið Al­menna inn­heimtu og eiganda þess Gísla Kr. Björns­son, hefur verið hafnað af sýslumanninum í Reykjavík. Greint er frá þessu á mbl.is og rætt við Breka Karlsson, formann Neytendasamtakanna, um málið.

Krafan um lögbann barst sýslumanni í síðustu viku, en hún var lögð fram í tengslum við innheimtuaðgerðir vegna smálána, sem að mati samtakanna voru ólögmætar. Í til­kynn­ingu á vef Neyt­enda­sam­tak­anna kem­ur fram að þau hafi orðið þess áskynja að inn­heimtu­fyr­ir­tækið beiti ólög­mæt­um aðferðum við inn­heimtu krafna þannig að hlut­fallstala kostnaðar sé mun hærri en lög heim­ili.

Í samtali við mbl.is segir Breki seg­ir að rök­stuðning­ur sýslu­manns hafi verið á þá leið að fólk geti sjálft sótt kröf­ur sem það eigi inni hjá fyr­ir­tæk­inu.

Breki segir að samtökin muni ekki una niðurstöðunn og stefnt sé á að áfrýja og fara með málið fyrir dóm.