Geirlaug segist ekki hafa komið beint að fyrirtækjarekstri fyrr en hún tók við hótelinu. „Mér fannst þetta svo spennandi. Ég hef haft gaman af að reka mitt eigið fyrirtæki og hef hug á því að halda því áfram. Ég er alltaf að fá tilboð fá fjárfestum um að koma inn, síðast í gær. En ég hafna þeim. Þá ert þú ekki lengur þinn eiginn herra.“

Sjá einnig: „Hjarta mitt er hér“

Geirlaug leggur áherslu á að fara ekki fram úr sér í rekstrinum. „Ég veð ekki út í hlutina án þess að eiga fyrir því. Það er uppeldinu að þakka. Enda þá væri ég kannski farin á hausinn,“ segir hún og hlær. Geirlaug segir Hótel Holt eigi fáa sína líka og raun vera perlu í Reykjavík. „Það er ekki ofsögum sagt að segja að þetta hótel er einstakt á landsvísu og ég vil bæti því við að það sé líka einstakt á heimsvísu. Það eru fá hótel í heiminum með listina í jafn stóru hlutverki. Hugsunin á bak við þetta hótel var að sameina hótel og listasafn og um leið og það var opnað var hægt að prýða veggi allra herbergja með myndlist,“ segir Geirlaug.

Nánar er rætt við Geirlaugu í Áramótum, tímariti Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar, sem er nýkomið út. Hægt er að kaupa eintak af tímaritinu hér.