Hafnarfjarðarbær, Depfa-banki og FMS Wertmanagement í Þýskalandi hafa samið um framlengingu á erlendum lánum sveitarfélagsins. Hluti lánanna vará gjaldaga í apríl.

Samningaviðræður við FMS Wertmanagement hafa staðið í töluverðan tíma. Samhliða viðræðunum hafa verið kannaðir möguleikar á fjármögnun á íslenskum markaði.

Fram kemur í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að niðurstaða samkomulagsins við FMS Wertmanagement sé Hafnarfjarðarbæ hagstæð sérstaklega í ljósi erfiðrar stöðu á alþjóðlegum lánamörkuðum.

Lánið er til fjögurra ára með afborgunum og greiðslu vaxta á þriggja mánaða fresti.

Ekkert er gefið upp um vaxtakjör að öðru leyti en því að þau eru sögð ásættanleg fyrir báða aðila. Hafnarfjarðarbær leggur m.a. að veði óseldar lóðir.