Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðarbæjar samþykkti í gær að taka 60 milljóna króna lán hjá Íslandsbanka til þess að fjármagna lóðarskil á lóðinni Dofrahella 1. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri lagði tillöguna fram sem var samþykkt með sex atkvæðum. Fimm sátu hjá. Lánið hjá Íslandsbanka er tekið til tólf ára.

Á bæjarráðsfundi í gær var einnig samþykkt að endurnýja lánasamning við Arion banka að fjárhæð 300 milljónir króna. Um er að ræða skammtímafjármögnun í formi yfirdráttarláns á veltureikningi, samkvæmt fundargerðinni. hafnar