Skuldabréf frá Magma Sweden, óbyggðar lóðir og hlutabréf í HS Veitum liggja til tryggingar fyrir nýju láni Hafnarfjarðarbæjar hjá Depfa-bankanum upp á 13 milljarða, að því er greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Veðsetningin kemur fram í skjölum sem hefur verið þinglýst á lóðirnar en þær eru veðsettar að hámarki fyrir 8,8 milljarða.

Í tilkynningu bæjarins um endurfjármögnun var ekki greint frá því að bærinn hafi veðsett bréfin í HS Veitum eða skuldabréfin frá Magma.