Hafnarfjarðarbær ætlar ekki að selja 15,4% hlut sinn í HS Veitum til félagsins Ursusar ehf. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir í samtali við Morgunblaðið eignarhlutinn vera samfélagslega mikilvægan og því ætli bærinn að eiga hann áfram.

Heiðar Már Guðjónsson á félagið Úrsus og í byrjun mánaðar var gengið frá kaupum félagsins á 15% hlut Reykjanesbæjar í HS Veitum.Orkuveita Reykjavíkur og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum ætla jafnframt að seglja félaginu hlut sinn í HS Veitum og mun Úrsus eiga þegar upp verður staðið um þriðjungshlut í veitufélaginu.

Eftir viðskiptin á Reykjanesbær eftir 50,1% hlut.

Hafnarfjarðarbær á forkaupsrétt að hlutum hinna sveitarfélaganna í HS Veitum. Guðrún segir ekki hafa verið tekna afstöðu til þess hvort réttuinn verði nýttur. Morgunblaðið bendir á að bréf Hafnarfjarðarbæjar í HS Veitum eru veðsett hjá Depfa ACS-bankanum og FMS Wermanagement.