Í dag undirrituðu Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar og Daði Friðriksson framkvæmdastjóri Tölvumiðlunar samning um innleiðingu á H3, heildarlausn í mannauðsmálum, frá Tölvumiðlun.

Í tilkynningu kemur fram að innleiðing á kerfinu muni hefjast í byrjun sumars og að H3, launa- og mannauðskerfin leysa af hólmi eldri kerfi bæjarins.

Þar er haft eftir Art Schalk, sölu- og markaðsstjóra Tölvumiðlunar, að samningurinn feli í sér mikla viðurkenningu á sérþekkingu Tölvumiðlunar á sviði launa- og mannauðslausna sem samþættar eru öðrum upplýsingakerfum. Einnig er haft eftir Guðrúnu Ágústu Guðmundsdóttur bæjarstjóra að bærinn hafi miklar væntingar til nýju kerfanna.