*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 25. nóvember 2011 08:58

Hafnarfjörður skuldaði mest

Fjögur sveitarfélög skulduðu Lánasjóði sveitarfélaga 19 milljarða um síðustu áramót.

Ritstjórn
Guðmundur Rúnar Árnason er bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Birgir Ísl. Gunnarsson

Um mitt þetta ár voru fimm sveitarfélög flokkuð með stóra áhættuskuldbindingu hjá Lánasjóði sveitarfélaga en viskiptamenn eru skilgreindir með stórar áhættuskuldbindingar ef heildarskuldbindingar fara yfir 10% af eiginfjárgrunni sjóðsins.

Samkvæmt lögum má hámarksáhætta á einn aðila ekki fara upp fyrir 25%.

Samkvæmt ársreikningi sjóðsins 2010 var Hafnarfjörður þá stærsti einstaki skuldari hjá sjóðnum með lán upp á liðlega sjö milljarða en Kópavogur skuldaði næstmest eða 5,9 milljarða og Árborg rúma fjóra milljarða. Skuld Reykjanesbæjar við sjóðinn nam þá 2,2 milljörðum króna.