Um mitt þetta ár voru fimm sveitarfélög flokkuð með stóra áhættuskuldbindingu hjá Lánasjóði sveitarfélaga en viskiptamenn eru skilgreindir með stórar áhættuskuldbindingar ef heildarskuldbindingar fara yfir 10% af eiginfjárgrunni sjóðsins.

Samkvæmt lögum má hámarksáhætta á einn aðila ekki fara upp fyrir 25%.

Samkvæmt ársreikningi sjóðsins 2010 var Hafnarfjörður þá stærsti einstaki skuldari hjá sjóðnum með lán upp á liðlega sjö milljarða en Kópavogur skuldaði næstmest eða 5,9 milljarða og Árborg rúma fjóra milljarða. Skuld Reykjanesbæjar við sjóðinn nam þá 2,2 milljörðum króna.