Ríkissáttasemjari hefur boðað fulltrúa Elkem Ísland og Klafa til fundar á mánudag þar sem reynt verður að ná samkomulagi milli aðila. Hafnarverkamenn hjá Klafa á Grundartanga hafa samþykkt boðun verkfallsaðgerða, eftir að Elkem hafði fellt sáttatilboð.

Í frétt á heimasíðu Skessuhorns kemur fram að boðað verkfall kæmi væntanlega til framkvæmda upp úr 10. febrúar. Auk samninga starfsmanna Klafa við Elkem Ísland, rekstraraðila Járnblendiverksmiðjunnar, eigi eftir að ganga frá samningum Norðuráls við starfsmenn.